Tvö Heiðarskólalið tóku þátt í Boðsundskeppni grunnskólanna
Boðsundsmót grunnskólanna og SSÍ fór fram í Ásvallalaug þriðjudaginn 13. mars. Skúli og Jonni, sundkennarar fóru með tvö lið, annað skipað nemendum í 5. - 7. bekk og hitt nemendum úr 8. - 10. bekk. Yngra liðið lenti í 14. sæti og það eldra í 10. sæti. Nemendur voru sjálfum sér og skólanum til sóma og höfðu gaman af þátttökunni. Yngra liðið skipuðu þau Damjan og Fjóla Margrét í 5. bekk, Embla og Melkorka í 6. bekk, Daníel, Eva, Kristófer Máni og Mikael Orri í 7. bekk. Eldra liðið skipuðu þau Ásta Kamilla og Óliver í 8. bekk, Andri, Bartosz, Guðný Birna og Ingvar Breki í 9. bekk og Ástrós og Jóna Kristín í 10. bekk. Við þökkum þessum öflugu sundköppum kærlega fyrir að hafa tekið þátt í mótinu og gert sitt besta fyrir hönd skólans.