Upplestrarhátíð
Föstudaginn 14. febrúar héldu tveir nemendur úr 7. bekk , þeir Kristinn Smári og Gunnar William upplestrarhátíð fyrir foreldra sína, kennara og systkini. Hátíðin var haldin í skólanum þar sem þeir lásu upp texta sem þeir höfðu unnið með í samvinnu við kennarann sinn og einnig spilaði Gunnar William á klarinett fyrir áhorfendur.
Við óskum Kristni Smára og Gunnari William til hamingju með frábæran árangur í upplestri.