Upplestrarhátíð Heiðarskóla
Upplestrarhátíð Heiðarskóla fór fram á sal skólans í dag, föstudaginn 23. febrúar.
Á hverju ári taka nemendur í 7. bekk í flest öllum grunnskólum á landinu þátt í upplestrarhátíð sem hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
Fyrst fór fram bekkjarkeppni þar sem allir nemendur í 7. bekk kepptu sín á milli og komust 9 nemendur áfram í skólakeppnina, þau eru:
Gunnlaugur Sturla, Hilmar Þór, Indía Marý, Ísold Elfa, Kristvina Ýr, Sonja Rós, Sylvia Rós, Rebekka Dagbjört og Vigdís Halla.
Karl Ágúst Ólafsson spilaði á blokkflutu við undirleik Sigrúnar Gróu Magnúsdóttur við góðar undirtektir áhorfenda.
Nemendur stóður sig með miklu prýði og var erfitt fyrir dómnefndina að velja nemendur sem kæmust áfram í lokakeppnina. Dómnefndina skipuðu þau Anna Hulda Einarsdóttir, Haraldur Axel Einarsson og Lóa Björg Gestsdóttir.
Þeir nemendur sem komust áfram í lokakeppnina voru þau Gunnlaugur Sturla og Indía Marý og til vara er Vigdís Halla. Við óskum þeim innilega til hamingju sem og öllum þeim sem tóku þátt.