17. febrúar 2022

Upplestrarkeppni Heiðarskóla

Í dag, 17. febrúar, var upplestrarkeppni Heiðarskóla. Keppnin er liður í Stóru upplestrarhátíðinni sem nemendur í 7. bekk í flest öllum grunnskólum á landinu taka þátt í. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember og er markmiðið að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

7. bekkur í ár hefur verið að æfa sig markvisst í umsjá umsjónarkennara sinna þeirra Aldísi Einarsdóttur og Kristínu Sesselju Kristinsdóttur. Bekkjarkeppnin fór fram dagana 7. og 8. febrúar og voru átta nemendur valdir til að taka þátt í skólakeppninni. Þau voru:

  • Sara Lilja Sveinsdóttir
  • Elín Sóley Finnsdóttir
  • Eydís Ásla Rúnarsdóttir
  • Ásdís Freyja Georgsdóttir
  • Emma Karen Þórmundsdóttir
  • Bjarki Már Pétursson
  • Matthías Bjarndal Unnarsson
  • Halldór Ingi Daðason

Keppendur stóðu sig mjög vel og höfðu greinilega æft sig vel bæði í skólanum og heima.

Dómarar voru þau Haraldur Einarsson, fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla, Sóley Halla Þórhallsdóttir einnig fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi. Valið var greinilega mjög erfitt þar sem keppendur og áhorfendur fengu að bíða aðeins eftir niðurstöðu.

Sigurvegarar voru þau Matthías Bjarndal Unnarsson og Bjarki Már Pétursson. Auk þeirra var Elín Sóley Finnsdóttir valin sem varamaður.

Á milli atriða spiluðu nemendur úr tónlistarskólanum á hljóðfæri fyrir áhorfendur í umsjá Sigrúnar Gróu Magnúsdóttur tónlistarkennara þeirra. Þetta voru þau Sigurður Breki Ólason sem spilaði á píanó, Guðbjörg Lára Aradóttir sem spilaði einnig á píanó og Jón Ingi Garðarsson og Rut Páldís Eiðsdóttir sem spiluðu dúett á blokkflautu og fiðlu. 

Við viljum hrósa öllum nemendum í 7. bekk fyrir góða þátttöku bæði sem lesarar og áhorfendur.

Dómarar fá kærar þakkir fyrir sín störf, eins umsjónakennarar nemenda ásamt hljóðfæraleikurum og kennara þeirra. 

Hér má sjá myndir úr keppninni.  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan