Upplestur
Þann 7. desember kom Birgitta Haukdal í Heiðarskóla og las upp úr bók sinni og söng fyrir nemendur í 1. bekk og elstu hópana á leikskólunum Garðarseli og Heiðarseli. Nemendur hlustuðu með mikilli athygli og tóku góðan þátt í söngnum. Virkilega skemmtileg stund.