5. mars 2020

Upplýsingar vegna boðaðs verkfalls BSRB / Information regarding planned strike

Kæru foreldrar/forráðamenn
(English below)

Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. Ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma mun röskun verða á skólastarfi þar sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla aðrir en kennarar, stjórnendur og félagsmenn BHM og VSFK leggja niður störf.

Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi Heiðarskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur að:

1. - 4. bekkur mætir í skólann frá 8.10 - 9:30
5. - 7. bekkur mætir í skólann frá 9.50 - 11.50
8. - 10. bekkur mætir í skólann frá 8:10 - 11:50
Samræmt próf í 9. bekk er á áætlun 10. mars. Fyrirlögnin á ekki að raskast en ef breytingar verða munum við láta vita.

Hádegisverður verður ekki framreiddur þessa daga og frístundaheimilið verður lokað.
Hefðbundin sund- og íþróttakennsla verður ekki þessa daga þar sem verkfall á við starfsmenn íþróttahúss. Því þurfa nemendur ekki að koma með íþrótta- eða sundföt. Íþrótta- og sundkennarar munu sinna kennslu með öðrum hætti en venjulega.
Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að virða tímasetningar og ná í börnin sín á tilsettum tíma ef þau ganga ekki sjálf heim.
Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með fréttum sunnudaginn 8. mars til að geta brugðist við á mánudagsmorgun ef til verkfalls kemur.
Vinsamlegast notið Mentor þessa daga ef til verkfalls kemur til að tilkynna veikindi/leyfi eða sendið tölvupóst á  heidarskoli@heidarskoli.is þar sem ekki verður tekið á móti tilkynningum símleiðis.
Athugið að í skólum Reykjanesbæjar eru mismunandi aðstæður og skólar bregðast við á mismunandi hátt út frá stöðunni á hverjum stað.

English:

Due to a planned strike on behalf of BSRB, a large group of our staff will not attend work on Monday March 9th and Tuesday March 10th if a settlement will not be reached by then.

For that reason schooling in Heiðarskóli will be as follows for those days:
1st - 4th grades will attend from 8.10 - 9:30
5th - 7th grades will attend from 9.50 - 11.50
8th - 10th grades will attend from 8:10 - 11:50
9th grade´s national testing on Tuesday March 10th will be as planned until further notice.

No lunch will be served at school those days and frístund will be closed.
The gym and pool will be closed so students will not have to bring swimming or sports clothes. They will have another kind of lesson instead.
Please contact us through Mentor or email (heidarskoli@heidarskoli.is) with information regarding students, f.ex. if they are sick or need a leave if strike will occur on Monday and Tuesday.
If students are picked up from school we ask you to respect the school timing scheduled above.
It is important for you to follow news on Sunday March 8th for information about the strike.
Note that circumstances differ in Reykjanesbær´s schools so schedules might not be the same for all students in Reykjanesbær.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan