Uppskeruhátíð sögunnar Skólaslit 2
Uppskeruhátíð sögunnar Skólaslit 2 – Dauð viðvörun, fór fram á dögunum á unglingastigi í Heiðarskóla.
Nemendur fengu val um skil á lokaverkefni sínu og eitt af því var að teikna atriði úr sögunni. Efnt var til teiknisamkeppni og áttu dómarar afar erfitt verkefni fyrir höndum því myndirnar voru mjög góðar og erfitt að velja verðlaunamyndina. Eftir mikla ígrundun stóðu tveir nemendur uppi sem sigurvegarar, þær Helga Margrét Eyfells og Ylfa Vár Jóhannsdóttir, báðar nemendur í 10. bekk.
Við óskum þeim til hamingju, sannir listamenn hér á ferð sem við hlökkum til að fylgjast með í framtíðinni!