Úrslit stærðfræðikeppni grunnskólanemenda
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þann 8. mars s.l. Þátttakendur voru 142 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Verðlaunaafhendingin fór svo fram þriðjudaginn 9. apríl. Þar mættu 10 efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal en Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu verðlaunin. Nemendur okkar stóðu sig vel og fengu verðlaun og/eða viðurkenningu í öllum árgöngunum þremur. Í 10. bekk lenti Jóhann Almar Sigurðsson í 3. sæti, í 9. bekk lenti Björgvin Theodór Hilmarsson í 4. sæti og í 8. bekk lenti Andrea Einarsdóttir í 3. sæti og Ólafur Þorsteinn Skúlason í 7.-10. sæti. Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju með árangurinn!