12. mars 2020

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fóru fram í Bergi, Hljómahöll miðvikudaginn 11. mars. Þau Bergrún Björk í 7. LA og Kristján Pétur í 7. ÍÁ voru fulltrúar Heiðarskóla. Stóðu þau sig bæði ákaflega vel rétt eins og aðrir keppendur. Á hátíðinni fluttu tónlistarskólanemar tónlistaratriði en fjórir drengir úr 7. bekk í Heiðarskóla voru þeirra á meðal. Það voru þeir Damjan, Kristján Pétur, Nikodem og Sindri.

Úrslitin voru á þá leið að Alexander úr Akurskóla var í fyrsta sæti, Telma úr Myllubakkaskóla í öðru sæti og Margrét Júlía úr Holtaskóla í því þriðja. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá þau Bergrúnu Björk og Kristján Pétur í keppninni.  Fleiri myndir má finna í myndasafni.

     

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan