Verðlaunahafar í Stærðfræðikeppni grunnskólanna
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 19. febrúar s.l. Þar voru þátttakendur 138 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.
Verðlaunaafhending fór síðan fram fimmtudaginn 7. mars. Á hana voru tíu efstu í hverjum árgangi boðaðir og fengu þeir allir viðurkenningarskjal. Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu svo verðlaunin fyrir 1. - 3. sæti í hverjum árgangi. Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Kjartan Ingvarsson frá Íslandsbanka afhentu verðlaunin.
Sex nemendur úr Heiðarskóla voru boðaðir á verðlaunaafhendinguna. Það voru þau Sólon Siguringason úr 8. HB, Halldóra Guðrún Jónsdóttir úr 9. ÍÁ og þau Arna Rún Árnadóttir, Bartosz Wiktorowicz, Lovísa Gunnlaugsdóttir og Stefán Ingi Víðisson úr 10. EÞ. Úrslitin voru á þessa leið:
8. bekkur:
Sólon Siguringason, 2. sæti.
9. bekkur:
Halldóra Guðrún Jónsdóttir, 4. sæti
10. bekkur:
Arna Rún Árnadóttir, 6. - 10. sæti
Bartosz Wiktorowicz, 3. - 4. sæti
Lovísa Gunnlaugsdóttir, 6. - 10. sæti
Stefán Ingi Víðisson, 6. - 10. sæti
Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju með árangurinn.
Þess má einnig geta að Þórunn Fríða Unnarsdóttir í 8. HB komst áfram í Pangea stærðfræðikeppninni sem nemendur alls staðar að af landinu geta tekið þátt í. Hún mun taka þátt í úrslitakeppninni í Menntaskólanum við Hamrahlíð 23. mars nk.
(Á myndinni frá vinstri: Lovísa, Arna Rún, Bartosz, Stefán Ingi, Halldóra Guðrún og Sólon.)