Verkefnið Verndarsvæði í byggð
Nemendur í 7. bekk hafa undanfarnar vikur unnið að verkefni í samfélagsfræði í samstarfi við kennara sína, Sóleyju og Ástu Kristínu og menningarsvið Reykjanesbæjar sem ber yfirskriftina Verndarsvæði í byggð. Þess var farið á leit við nemendur í Heiðar-, Holta- og Myllubakkaskóla að vinna að hugmyndum um hvað hægt sé að gera við Keflavíkurtóftirnar og túnið þar í kring en þær eru fyrir framan Duus húsin. Í dag kynntu krakkarnir hugmyndirnar í Duus húsum. Voru þær virkilega áhugaverðar og skemmtilegar og kynningarnar vel útfærðar. Áberandi var hversu mikið þeim var öllum í mun að varðveita minjarnar og söguna en einnig að hafa umhverfið aðlaðandi fyrir alla aldurshópa með gróðri og leiktækjum sem falla vel við umhverfið. Krakkarnir mega allir vera stoltir af þessari flottu vinnu.